Jólatrén út fyrir lóðamörk

skrifað 06. jan 2009

Ágætu íbúar.
Föstudagseftirmiðdaginn 9. janúar n.k., mun körfuknattleiksdeild Hamars fara um bæinn og hirða upp jólatré frá bæjarbúum. Setja þarf trén út fyrir lóðamörk og passa að þau séu ekki í göngu-, eða ökuleið.
Gleðilegt nýtt ár.