Þrettándagleðin, Kátt er undir hamrinum

skrifað 02. jan 2009

Á síðasta degi jóla, þriðjudaginn 6. des. hafa Grýla og Leppalúði ákveðið að koma með sitt heimilisfólk úr Hamrinum. Einnig munu álfar og huldufólk syngja og dansa með bæjarbúum. Bæjarbúar eru hvattir til að fjölmenna að kirkjunni kl. 20 þennan dag. Farið verður í skrúðgöngu með logandi kyndla og gengið að Hamarsvelli. Þar munum við eiga góða stund saman við litlar brennur.
Leikfélag Hveragerðis, Söngsveitin, Hjálparsveit Skáta o.fl. koma að dagskránni ásamt bæjarbúum.