Áramótabrenna

skrifað 29. des 2008

Kveikt verður í áramótabrennu á gamlárskvöld kl 20:30 við Þverbrekkur. Starfsmenn bæjarins munu sjá um alla framkvæmd við brennuna. Að gefnu tilefni er tekið fram að ekki er leyfilegt að vera með flugelda við brennu vegna þeirrar hættu sem það getur skapað. Flugeldasýning verður í umsjón Hjálparsveitar Skáta. Hveragerðisbær, Dvalarheimili Ás, Kjörís og Hvoll ehf styrkja sýninguna í ár.