Málþing til heiðurs Sigurjóni Ólafssyni myndhöggvara

skrifað 12. nóv 2008

Á degi íslenskrar tungu, sunnudaginn 16. nóvember kl. 14:00 efnir Listasafn Árnesinga til málþings um Sigurjón Ólafsson í tilefni þess að 100 ár eru liðin frá fæðingu hans.

Dagskrá:
Aðalsteinn Ingólfsson, listfræðingur, ræðir um verk eftir Sigurjón í opinberu rými og mun hann sérstaklega fjalla um þau verk sem staðsett eru í Árnessýslu.
Æsa Sigurjónsdóttir, listfræðingur, mun ræða um list Sigurjóns í alþjóðlegu samhengi.
Kynnir og stjórnandi er Inga Jónsdóttir safnstjóri og að loknum erindum sitja þau Aðalsteinn, Æsa og Inga fyrir svörum.

Sigurjón Ólafsson fæddist á Eyrabakka 21. október 1908 og ólst þar upp, en lést í Reykjvík í desember 1982. Hann nam höggmyndalist í Danmörku og skóp sér langan og farsælan feril sem listamaður. Efniviðurinn var einkum steinn eða tré en einnig hin hefðbundnu myndmótunarefni leir og gifs sem og önnur efni. Eftir sautján ára dvöl í Danmörku við nám og störf, snéri hann heim árið 1945. Verk hans hafa verið á sýningum víða um heim og unnið til mikilsverðra verðlauna.

Á yfirstandiandi sýningu í Listasafni Árnesina PICASSO Á ÍSLANDI má skoða bein og óbein áhrif spænska myndlistarmannsins Picasso í íslenskri myndlist samkvæmt tillögum sýningarstjórans Helga Þorgils Friðjónssonar myndlistarmanns. Til sýnis eru verk frá fyrri hluta síðustu aldar til samtímans, eftir Picasso og 26 íslenska myndlistarmenn, þar á meðal nokkur eftir Sigurjón.

Picasso er "sá meistari nútímans sem sameinar meira af allri heimslistini samanlagðri en nokkur annar snillingur sem uppi hefur verið, án þess að vera þó annað en Picasso". Svo ritaði Halldór Kiljan Laxness árið 1943.
[][1]
Verið velkomin í Listasafn Árnesinga í Hveragerði, fimmtudaga til sunnudaga kl. 12-18. Þar er kaffistofa, barnahorn og leskró þar sem finna má ýmis rit um myndlist.
Aðgangur er ókeypis. [1]: http://www.listasafnarnesinga.is/