Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar

skrifað 07. nóv 2008
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur ákveðið að bjóða öllum foreldrum/forráðamönnum barna yngri en 6 ára upp á að sækja foreldrafærninámskeiðið Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar. Þeir foreldrar/forráðamenn sem eiga börn á leikskóla og ljúka námskeiðinu munu fá 5% afslátt af leikskólagjöldum þaðan í frá.

Á námskeiðinu er kennt að:
- koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika
- hjálpa börnum að tileinka sér öryggi, sjálfstæði og jákvæðni.
- efla eigin styrkleika og færni í foreldrahlutverkinu
- nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt
- kenna börnum æskilega hegðun
- takast á við venjuleg vandamál í uppeldi

Námskeiðin eru samtals átta klukkustundir og mæta foreldrar
fjórum sinnum í tvo tíma í hvert skipti.
Námskeiðið er ókeypis en greiða þarf fyrir námskeiðsgögn sem eru
1500 kr. á hverja fjölskyldu sem tekur þátt.
Námskeiðið verður haldið í Grunnskóla Hveragerðis stofu 12 dagana 11, 18, 25 nóv. og 2. des og er frá 20-22 Námskeiðsfyrirlesarar eru Anna Guðríður Gunnarsdóttir og Ragnheiður Kr. Björnsdóttir hjúkrunarfræðingar.

Skráning og greiðsla námskeiðsgjalds er hjá Huldu Sigurðardóttur á skrifstofu Hveragerðisbæjar í síma 483-4000 eða hulda@hveragerdi.is