Forvarnardagur hjá 9. bekk

skrifað 05. nóv 2008

Fimmtudaginn 6. nóvember verður forvarnardagur hjá 9. bekk og dagskráin verður eitthvað á þessa leið:

• Myndband sem framleitt hefur verið í tilefni dagsins hefur verið sótt á heimasíðu Forvarnardagsins og inniheldur m.a. ávarp forseta Íslands og frásagnir góðra fyrirmynda eins og Páls Óskars, Ragnhildar Steinunnar og Sigfúsar Sigurðarsonar handboltakappa og syni hans svo að dæmi séu nefnd.
• Þór Ólafur Hammer Ólafsson fulltrúi frá Skátafélaginu Stróki flytur erindi um skátastarfið í Hveragerði.
• Dreift verður sérstökum upplýsingum um Net-ratleik og nemendur hvattir til að taka þátt í leiknum og heimsækja til þess heimasíður samtakanna. Vegleg verðlaun eru í boði.
• Þá eru myndaðir umræðuhópar með nemendunum þar sem fjallað er um þau þrjú heillaráð sem virka sem forvörn og nemendur svara spurningum um þau. Kennarar stýra umræðum og tryggja að sem flest svör nemenda séu skráð og þeim síðan skilað á heimasíðu [Forvarnardagsins][1].
[1]: http://www.forvarnardagur.is/