Skólamálaþing í Hveragerði

skrifað 04. nóv 2008

Skólanefnd Hveragerðisbæjar stendur fyrir skólamálaþingi laugardaginn 8. nóvember næstkomandi í grunnskólanum fyrir foreldra/forráðamenn og starfsmenn leik- og grunnskóla.
Þingið er haldið til að fylgja úr hlaði nýrri skólastefnu Hveragerðisbæjar og einnig koma góðir gestir með erindi sem höfða til okkar allra.

**Dagskrá:**
Kl. 10:00 - 10:15 Kynning á skólastefnu Hveragerðisbæjar
Ragnhildur Hjartardóttir, formaður skólanefndar Hveragerðisbæjar

Kl. 10:20 - 11:00 Hvatning á óvissutímum
Jóhann Ingi Gunnarsson, sálfræðingur

Kl. 11:00 - 11:20 Stutt hlé

Kl. 11:20 - 11:40 Hver er ávinningurinn af samstarfi heimilis og skóla
Helga Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Heimili og skóla

Kl. 11:45 Léttur hádegisverður í boði Hveragerðisbæjar.


Fjölmennum og fræðumst saman
Skólanefnd