Frumsamið gamanverk úr smiðju Leikfélags Hveragerðis.

skrifað 23. okt 2008

Leikfélag Hveragerðis kynnir gamanleikritið H.V.S.F.Í. og er eftir leikfélagsmeðlimina Jakob Hansen, Hafstein Þór Auðunsson og Sindra Kárason.
Sagan gerist í upphæðum þar sem fjallað er um ýmsa heimsfræga einstaklinga, sem eru liðnir eða hafa verið fengnir að láni upp í hinn sannkallaða stjörnuhiminn, og sambönd þeirra á milli. Þar sem fræga fólkið er annars vegar þá geta orðið margvíslegir árekstrar um hver hafi áorkað mestu í lifanda lífi og hverra minninga er vert að minnast á, m.ö.o. það er ekki alltaf himnasæla á Verndarans slóð.
Alls taka 12 leikarar þátt í sýningunni og má þar nefna helst kempurnar Steindór Gestsson, Hjört Benediktsson, Sigurgeir H. Friðþjófsson og Önnu Jórunni Stefánsdóttur svo einhverjir séu nefndir. Leikstjóri verksins er að þessu sinni Ólafur Jens Sigurðsson sem er okkur Hvergerðingum og Selfyssingum góðkunnur og er þetta þriðja sinn sem hann leikstýrir fyrir okkur, en þar á undan voru það Þið munið hann Jörund og Þrek og tár.

Sýningar verða í húsi leikfélagsins, Völundi, að Austurmörk 23.

Nánari upplýsingar um sýningar og miðapantanir eru í síma 847-3460 og á tölvupósti hveroleikhus@gmail.com.

Fyrstu sýningar eru sem hér segir:

Frumsýning Föstudagur 24. okt.
2. sýning Sunnudagur 26. okt.
3. sýning Fimmtudagur 30. okt.
4. sýning Sunnudagur 2. nóv.


Sýningar hefjast kl 20:30

Miðaverð kr. 1.500
Öryrkjar / eldriborgarar / 13 ára og yngri (í fylgd með foreldrum) kr. 1.000
Hópafsláttur 10 eða fleiri kr. 1.000