Á ferð með fuglum – Höskuldur Björnsson

skrifað 12. sep 2008

Sunnudaginn 14. september kl. 15 mun Inga Jónsdóttir safnstjóri ræða við gesti um Höskuld og verk hans á sýningunni.
Nú styttist í að sýningu á verkum Höskuldar Björnssonar í Listasafni Árnesinga ljúki en hún hefur verið afar vel sótt. Flest verkanna á sýningunni eru fuglamyndir, en þar má líka sjá landlagsmyndir, sjálfsmyndir, uppstillingar og myndskreytt sendibréf. Inga mun segja frá Höskuldi og skapa umræður meðal gesta um verk hans. Sýningin stendur til 28. september.
Í septeber er opið alla daga kl. 12 - 18. Hægt að kaupa kaffiveitingar, skoða upplýsingarit um myndlist og barnahorni geta börn dundað. Aðgangur er ókeypis.