Tískusýning í Eden

skrifað 14. ágú 2008

Guðrún Guðmundsdóttir, Kristín Rut Ómarsdóttir, Herdís Jóna Birgisdóttir og Gestný Rós Sigurðardóttir munu halda tískusýningu í Eden þann 14. og 17. ágúst næstkomandi. Þær munu sýna flíkur sem þær hafa sjálfar hannað og saumað.
Guðrún er nýútskrifuð með Diplomu í Tísku og Textílhönnun, úr hönnunarskólanum "Istituto Europeo di Design" í Mílanó á Ítalíu. Hún mun sína lokaverkefnið sitt sem vakti mikla athygli úti.
Kristín Rut er nemandi í Tísku og Textílhönnun í hönnunarskólanum "Istituto Europeo di Design" í Mílanó á Ítalíu. Hún hefur þegar lokið 2 árum en á því lokaárið eftir. Hún mun sýna hönnun sína sem gerð var fyrir þessa sýningu.
Herdís Jóna er nemandi í Fatahönnun í Listaháskólanum í Reykjavík. Hún hefur lokið 2 árum og á því lokaárið eftir. Hún mun sýna hönnun sína úr Listaháskólanum.
Gestný Rós er að vinna á Sambýli í Kópavogi en hannar, saumar og selur föt sem áhugamál. Hún sýnir föt sem hún hefur gert fyrir sýninguna.