Dagskrá blómstrandi daga í Listasafni Árnesinga

skrifað 12. ágú 2008

Í Listasafni Árnesinga stendur nú yfir sýning sem ber heitið Á ferð með** *|*fuglum** *|*-** *|*Höskuldur Björnsson Höskuldur fæddist í Dilksnesi í Nesjum á Hornafirði 26. júlí árið 1907 en bjó síðustu sautján ár ævi sinnar í Hveragerði eða þar til hann lést árið 1963. Á starfsferli sínum markaði hann sér sérstöðu sem helsti fuglamálari landsins og í hugum margra landsmanna lifir hann enn sem slíkur. Hann var einnig afkastamikill landslagsmálari og það eru einkum þessi viðfangsefni sem skoða má á sýningunni. Sýningarstjóri er Hrafnhildur Schram. Safnið er opið alla daga kl. 12 -18 og er aðgangur ókeypis. Föstudagur - sunnudagur 15.-17. ágúst Í tilefni blómstrandi daga hefur Leikfélag Hveragerðis sett upp sýningu á ljósmyndum frá flestum leiksýningum þess og tilheyrandi leikskrám í Listasafni Árnesinga. Fer vel á því samhliða núverandi sýningu því Höskuldur starfaði með leikfélaginu, málaði leiktjöld og vann einnig leikskrár. Sunnudagur 17. ágúst** *|*kl. 14:00 Bjarni Eiríkur Sigurðsson spjallar við gesti og segir frá kynnum sínum af Höskuldi og hvernig það var að alast upp í Hveragerði þegar skáld og aðrir listamenn settust þar að á eftirstríðsárunum. Bjarni er sonur Ingunnar Bjarnadóttur, tónskálds frá Kyljuholti á Mýrum við Hornafjörð. Á Hornafirði kynntist Bjarni Höskuldi fyrst, þá 10 ára. Vinfengi var á milli Höskulds og foreldra Bjarna og fluttust báðar fjölskyldur árið 1946 til Hveragerðis. Bjarni varð síðar kennari við Grunnskólann í Hveragerði þar sem hann kenndi m.a. myndmennt. Árið 2000 kom út bók eftir Bjarna, Bernskubrot, þar sem finna má frásögn um lífið í Hveragerði á dögum skálda og annarra listamanna. kl. 17:00 Tónleikar með jazzkvartett Vigdísar Ásgeirsdóttur í Listasafni Árnesinga.

Nánari upplýsingar veitir Inga Jónsdóttir safnstjóri, listasafn@listasafnarnesinga.is, gsm 895 1369