Námskeið fyrir börn á Listasafninu frá 28. - 31. júlí

skrifað 17. júl 2008

Fjögurra daga námskeið fyrir börn Náttúruskoðun og myndlist Tími: 28. - 31. júlí kl. 10-16 daglega Námsskeiðsgjald: 10.000.- kr. Nánar á [www.listasafnarnesinga.is][1] Skráning í síma: 478 1727 eða 895 13 Náttúruskoðun og myndlist ** Tími: 28. - 31. júlí, kl. 10-16 alla nema miðvikudaginn 30. júlí er dagskrá til kl.18. Þann dag er farið í gönguferð upp að Ölkelduhálsi og foreldrar beðnir að sækja börnin þangað kl.18. Síðasta daginn eru foreldrar boðnir velkomnir í safnið kl.15 til að skoða afrakstur námskeiðsins. **Kennslustaður:** Listasafn Árnesinga, Hveragerði og nágrenni **Kennarar:** Ósk Vilhjálmsdóttir og Margrét H. Blöndal. Báðar starfandi myndlistarmenn og hafa langa reynslu af miðlun til barna. **Lýsing:** Lögð er áhersla á það að njóta íslenskrar náttúru fótgangandi, staldra við í henni, teikna, móta, mála og skrá niður hugleiðingar. Farið verður yfir búnað og grunnatriði í göngutækni, lestri landakorts og ratvísi. **Efni:** Allt efni er innifalið. Börnin fá vandaðar teiknibækur og vinna með vatnsliti, Þau fá MDF plötur sem þau móta landslag á og nota til þess flísalím, sand og fleira dót. Klæðnaður og nesti: Nemendur þurfa að vera klædd eftir veðri, koma með nesti og góða skó og klæðast fötum sem má koma málning í. **Aldur barnanna: 9-14 ára **Hámarksfjöldi:** hámark 14, ef aldursskipting barnanna er góð. **Verð:** 10.000.- [1]: http://www.listasafnarnesinga.is/