Fegurstu garðar Hveragerðisbæjar verðlaunaðir

skrifað 07. júl 2008

Viðurkenningar fyrir fegurstu garða Hveragerðisbæjar árið 2008 verða veittar annað kvöld, þriðjudaginn 8. júlí. Samkoman hefst í aðgangshúsi hverasvæðisins kl. 20 og allir eru hjartanlega velkomnir. Veitingar verða á boðstólum og tónlistaratriði. Gaman væri að sjá sem flesta. Verðlaunagarðarnir verða síðan til sýnis næstkomandi sunnudag, 13. júlí , milli kl. 16 og 18.