Gæsluvöllurinn hefur opnað

skrifað 03. júl 2008

Gæsluvöllurinn er starfræktur fyrir börn fædd 2002 - 2006 í húsnæði Skólasels Grunnskólans við Fljótsmörk frá 2. júlí - 13. ágúst. Opnunartími er frá kl. 13:00 - 16:30 virka daga. Daggjaldið er kr. 100 en 10 skipta afsláttarkort kr. 900. Nánari upplýsingar gefur menningar- og frístundafulltrúi eða í síma 4834000.