Umhverfisátak Hveragerðisbæjar

skrifað 30. jún 2008

**Kambahraun-Borgarhraun**
Vikuna 30. júní - 4. júlí munu starfsmenn Hveragerðisbæjar og unglingavinna lagfæra göngustíga og gera hreinsunarátak í Kambahrauni og Borgarhrauni.
Verkefnið er hluti af allsherjar umhverfisátaki sem nú stendur yfir í bænum og byrjar hverfaátakið á þessu svæði og mun svo færast austur yfir bæinn í sumar.
Mjög margir garðar og hús eru vel hirt og til sóma á meðan aðrar eignir og lóðir þarfnast betra viðhalds.
Gott væri að fá íbúa í lið með okkur við að gera heildstætt hreinsunarátak í hverfinu.
Allar ábendingar um það sem betur má fara í umhverfismálum á þessu svæði eru vel þegnar á netfangið elfa@hveragerdi.