Frítt jarðgerðarnámskeið

skrifað 30. jún 2008

Námskeið í jarðgerð verður haldið á vegum Hveragerðisbæjar og Landbúnaðarháskólans þriðjudagskvöldið 1.júlí kl. 19.30-20.30 í Landbúnaðarháskólanum á Reykjum, verknámshúsi.
Kennd verður einföld jarðgerð bæði með og án eldhússúrgangs. Þáttakendur í námskeiði fá áframhaldandi leiðsögn í sumar og frítt stoðefni í jarðgerðina á gámastöðinni.
Afurðir jarðgerðarferlisins er næringarríkur áburður í garðinn og því er til mikils að vinna.
Leiðbeinandi er Elfa D. Þórðardóttir.
Skráning er í síma 660-3908 og á netfangið elfa@hveragerdi.is