Ráð til foreldra í kjölfar jarðskjálfta

skrifað 20. jún 2008

Höfundar: Íris Böðvarsdóttir og Ragnar S. Ragnarsson sálfræðingar. Hver einstaklingur býr yfir sinni einstöku reynslu af jarðskjálftanum jafnvel þótt hann hafi verið staddur á sama stað og sama tíma og séð sömu atburði og aðrir. Við jarðskjálftann varð öflug skilyrðing eða nám hjá mörgum þar sem hlutlaus áreiti sem voru í umhverfinu á sama tíma og skjálftinn varð, vekja núna tilfinningaleg viðbrögð. Hjá mörgum börnum varð herminám þar sem þau lærðu að herma eftir þeim viðbrögðum sem þau sáu fullorðna sýna. Lífsreynsla okkar, persónuleiki, venjur, uppeldi og erfðaþættir ráða miklu um hugsanir okkar og tilfinningar í kjölfar skjálftans. Það er ekki jarðskjálftinn sem veldur vanlíðan heldur hvernig við veljum að hugsa um hann og framtíðina. Við veljum hvað dvelur í huga okkar og eigum að taka ábyrgð á hugsunum okkar og líðan . Áfallastreituröskun er safn einkenna sem fólk sýnir a.m.k. einum mánuði eftir áfall. Um er að ræða sterk varanleg líkamleg og sálræn viðbrögð. Viðbrögðin ráðast af alvarleika atburðar, lengd hans og nánd við manneskjuna. Einkennin valda marktækum skaða eða bágindum í starfi, félagslegum samskiptum eða öðrum mikilvægum lífsþáttum. Fólk á öllum aldri getur fengið áfallastreituröskun. Mikilvægt er að hafa í huga að langflestir sem urðu vitni að jarðskjálftunum fá ekki áfallastreituröskun, jafnvel þótt þeim líði ekki vel um þessar mundir. Í helmingi tilvika verður bati innan þriggja mánaða. Rannsóknir segja að á allri lífsleiðinni munu 3-14% fólks fá áfallasreituröskun einhverntíma. Í kjölfar erfiðrar reynslu verður fólk oft þroskaðra og tilfinningalega sterkara. Það verður líka færara um að bregðast við hversdagslegum streituvöldum. Oft verður reynsla sem ykkar vendipunktur þar sem maður endurmetur tilgang lífsins og lærir að meta betur ýmislegt lítið sem manni hafði yfirsést á lífsins leið. Stærsti ótti barna varðandi jarðskjálfta er að verða viðskila við foreldra sína, ótti við annan stóran jarðskjálfta, að verða alein og slasast Almennt ráðast viðbrögð barna eftir jarðskjálfta af aldri og þroskastigi, stuðningi fjölskyldu, breytingum eftir jarðskjálftann og upplifunni í skjálftanum sjálfum Ekki er línulegt samband á milli styrkleika hamfara og vanlíðunar. Börn sem ekki urðu beinir þolendur í jarðskjálftanum geta því fundið fyrir vanlíðan Börn og unglingar sem voru hrædd við jarðskjálfta, glímdu við kvíða eða aðra vanlíðan og félagslega erfiðleika eru viðkvæmari fyrir því að þróa með sér erfiðleika eftir jarðskjálftann Yngstu börnin geta sýnt afturhvarf í þroska - farið að væta rúm, sjúga fingur, tala meira "barnamál" og taka reiðiköst Þekktir áhrifaþættir á þróun áfallastreituröskunar hjá börnum og unglingum er forðunarhegðun, mikill aðskilnaðarkvíði, stöðugar hugsanir um jarðskjálftann, martraðir, líkamleg einkenni, slök einbeiting og óróleiki Eftir jarðskjálfta óttast yngri börn oft hávaða, vond veður og hamfaramyndir í fjölmiðlum. Þau geta oft verið mjög upptekinn af jarðskjálftanum bæði með endalausu tali og upplifun í teikningum og í leik. Sum vilja fara að sofa upp í rúmi foreldra og geta varla misst sjónar á þeim Eldri börn hafa oft miklar áhyggjur af að annar stjór skjálfti komi. Þau sýna oft mikla ábyrgðartilfinningu og geta óttast um öryggi fjölskyldumeðlima og gæludýra. Svefntruflanir geta átt sér stað. Þau geta átt erfitt með að sofna eða vakna upp glaðvakandi um miðjar nætur Eldri börn geta átt erfitt með að halda athyglinni og einangrast frá öðrum. Líkamlegar kvartanir eins og höfuð- og magaverkir geta einnig komið fram Hjá elsta hópnum - unglingunum geta komið fram pirringur og reiði. Áhættuhegðun getur einnig aukist og frammistaða versnað í skóla oft tengt verri einbeitingu Fyrst eftir jarðskjálfta þurfa börn að vita að fullorðnir stjórni og munu tryggja öryggi þeirra. Þau þurfa einnig að fá viðurkenningu á því að viðbrögð þeirra við jarðskjálftanum hafi verið eðlileg Fyrst eftir jarðskjálfta þarf að útskýra fyrir börnum hvað gerðist og hvert framhaldið fyrir fjölskylduna verði Viðurkennið að þið vitið ekki öll svör við spurningum barnanna Hrósið börnum og unglinum fyrir að fara eftir fyrirmælum, hjálpa öðrum og sýna hugrekki Eftir jarðskjálftann, ekki deila áhyggjum ykkar við barnið. Vandið tal ykkar við börnin um afleiðinar jarðskjálftanna, því börn mistúlka auðveldlega Stjórnið aðgengi barnsins að útsendingum fjölmiðla. Takmarkið aðgang ef þurfa þykir Endurtakið oft við börn að þið tryggið öryggi þeirra Eftir jarðskjálfta eyðið eins miklum tíma með börnum ykkar og þið getið. Skapið góðar aðstæður til að tala um jarðskjálftann ef þarf Varist að gagnrýna eða finna að sérstakri hegðun eftir jarðskjálftann Viðhaldið daglegri reglu t.d. að börnin hvílist og fái nægan svefn. Hafa mat og kaffi á sama tíma Mörgum eldri börnum finnst gott að geta hjálpað til - gott að fá þeim smá hlutverk í tiltekt og síðan gera eitthvað saman sem tengist ekkert jarðskjálfta - spila / horfa á mynd /út að hjóla Sýnið aukna þolinmæði gefið góðan ykkur góðan tíma á háttatíma. Jávæð hugsun foreldra kennir börnum að sjá góða hluti í kringum sig og hjálpar þeim í gengum erfiðustu tíma Mikilvægt er að allir foreldrar hafi í huga að flest börn og unglingar ná sér algjörlega innan mánaðar frá jarðskjálfta. Mörg börn sýna lítil sem engin viðbrögð og líður eins vel og áður. Komi þau einkenni fram sem áður voru upptalin þurfa foreldrar að fylgjast vel með og leita aðstoðar ef einkenni eru viðvarandi mánuði eftir jarðskjálfta.