Þjónustumiðstöð Hveragerði - Aldís og Ólafur Áki til viðtals

skrifað 16. jún 2008

Þjónustumiðstöðvar vegna jarðskjálfta, sem starfræktar eru í Tryggvaskála á Selfossi og í húsnæði Rauða krossins í Hveragerði, verða opnar í vikunni 16. - 20. júní nk. sem hér segir:

Hveragerði: Miðvikudaginn 18. júní og föstudaginn 20. júní frá kl. 15-18.
Selfoss: Mánudaginn 16. júní og fimmtudaginn 19. júní frá kl. 15-18.

Símanúmer miðstöðvarinnar í Hveragerði er: 481-1895
Þjónustan er opin öllum þeim sem hafa orðið fyrir áhrifum af jarðskjálftunum, óháð búsetu. Í þjónustumiðstöðvunum er unnt að leita áfallahjálpar og upplýsinga og aðstoðar frá Rauða krossinum.

Viðtalstími bæjarstjóra:
Áðurnefnda daga verða bæjarstjórar til viðtals í þjónustumiðstöðunum sem hér segir:

Hveragerði:
Miðvikudaginn18. júní og föstudaginn 20. júní verður Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri í Hveragerði, til viðtals milli kl. 17 og 18.
Sömu daga verður Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Ölfusi, til viðtals milli kl. 16 og 17.

Selfoss: Mánudaginn 16. júní og fimmtudaginn 19. júní verður Ragnheiður Hergeirsdóttir, bæjarstjóri Sveitarfélagins Árborgar, til viðtals milli kl.17 og 18.

Ólafur Örn Haraldsson,
verkefnisstjóri þjónustumiðstöðvar