Opnun sundlaugar frestast

skrifað 04. jún 2008

Nú fer fram viðhaldsvinna á sundlauginni í Laugaskarði og er hún lokuð á meðan þeim stendur. Þar sem hús sundlaugarinnar skemmdist í jarðskjálftanum 30. maí sl. dregst vinnan og mun opnun hennar frestast fram í næstu viku.