Hreinsunarvinna eftir jarðskálfta

skrifað 30. maí 2008

Gámasvæði bæjarins verður opið til kl. 20:00 í kvöld, föstudag, kl. 12:00 - 18:00 laugardag og sunnudag og er öll losun, á því sem skemmst hefur vegna jarðskjálftans, gjaldfrjáls.
Búið er að koma fyrir gámum á þremur stöðum, í Heiðarbrún, á horni Þelamerkur og Breiðumerkur og í Finnmörk við leikskólann Óskaland.
Íslenska gámafélagið ehf. gefur til hreinsunarstarfsins með því að lána gáma og losun á þeim.
Ef óskað er eftir aðstoð við þrif og frágang á heimilum skal hafa samband við Rauða krossinn eða björgunarmiðstöðina í grunnskólanum.