Fréttatilkynning varðandi Bjartar sumarnætur

skrifað 30. maí 2008

Tónlistarhátíðinni Björtum sumarnóttum í Hveragerði aflýst vegna jarðskjálftanna
Að höfðu samráði við almannavarnanefnd og sýslumann

Hveragerði, 30. maí 2008

Tónlistarhátíðinni Björtum sumarnóttum sem halda átti í Hveragerðiskirkju nú um helgina hefur verið aflýst vegna jarðskjálftanna sem riðu yfir Suðurland í gær. Menningarmálanefnd Hveragerðis tók ákvörðun um að blása hátíðina af að höfðu samráði við almannavarnanefnd Hveragerðis og sýslumann Árnessýslu.

Nánari upplýsingar veitir:
Gísli Páll Pálsson, formaður menningarmálanefndar, í síma 896 4126.