Útplöntunardagurinn mikli

skrifað 19. maí 2008

Þann 24. maí n.k. verður útplöntunardagur í Hveragerðisbæ.
Markmiðið með deginum að þessu sinni er að skapa skjól við íþróttasvæði til að bæta skilyrði til íþróttaiðkunar á nýskipulögðu svæði inn í dal.
Hátíðin hefst kl. 12.00 laugardaginn 24. maí við Grýluvöllinn og munum við gróðursetja í mönina (báðar ef margir mæta). Ráðgert er að útplöntunin taki um 1 klukkustund.

Eftir afrakstur dagsins munum við gæða okkur á pylsum, gosi og ís frá Kjörís.

Allir eru hvattir til að mæta, ungir sem aldnir því allir geta tekið þátt.
Það er von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta og gera sér glaðan dag saman.

Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Hveragerðisbæjar; Elías í síma 660 3901 og Elfa í síma 660 3908.