Vorhreinsunardagar

skrifað 09. maí 2008

Ágætu bæjarbúar.
Þá er komið af hreinsunardögum í Hveragerði enn á ný og mun verkefnið standa yfir frá 9. - 30. maí.
Á meðan á átakinu stendur verður gjaldfrítt fyrir garðaúrgang á gámastöðinni, en einnig munu starfsmenn áhaldahúss fjarlægja garðaúrgang sem settur er út fyrir lóðmörk.
Ganga þarf vel frá úrganginum í lokaða poka og binda smærri trjágreinar saman í knippi (ekki verða fjarlægðar stórar greinar eða trjástofnar). Poka með úrgangi og greinaknippi skal setja út fyrir lóð og ganga þannig frá að auðvelt sé að nálgast til að fjarlægja en jafnframt þannig að umferð um gangstéttir teppist ekki.
Athugið að starfmenn bæjarins munu einungis fjarlægja garðaúrgang, en annan úrgang þarf að fara með á gámastöðina.
Nánari upplýsingar gefa Elías í síma: 660-3901 og Árni í síma: 660-3904
Sumaropnunartími gámasvæðis er sem hér segir:
mánudaga - föstudaga kl. 14:00 - 20:00
laugardaga kl. 12:00 - 18:00

GARÐSLÁTTUR
Hveragerðisbær býður eldri borgurum uppá frían garðslátt í sumar, 4 skipti á hvert heimili.