Tríóið Prisma í Hveragerðiskirkju

skrifað 25. apr 2008

Víóla, píanó, marimba og steinaspil í Hveragerðiskirkju
Sunnudaginn 27. apríl kl. 15

Tríóið Prisma
Herdís Anna Jónsdóttir, víóla
Steef van Oosterhout, slagverk
Sólveig Anna Jónsdóttir, píanó

Efnisskrá:
Íslensk og erlend þekkt verk, svo sem þjóðlög úr bók Bjarna Þorsteinssonarleikin m.a. á steinaspil frá Páli Guðmundssyni frá Húsafelli, verk eftir Snorra Sigfús Birgisson, Hallgrím Helgason og Atla Heimi Sveinsson, Sverðdansinn eftir Katsjaturian og Tríóþættir Schostakowitch.

Miðaverð 1500 kr., en 1000 kr. fyrir félagsmenn THÖ, börn og eldri borgara.

Tónlistarfélag Hveragerðis og Ölfuss í samstarfi við FÍT og Menntamálaráðuneytið.