Bókasafnið síðasta vetrardag

skrifað 21. apr 2008

Dagskrá í Bókasafninu í Hveragerði síðasta vetrardag (23. apríl) kl. 15:00

Dagur bókarinnar:

Nemendur úr 4. H flytja fuglaljóð eftir Kára Tryggvason og sýna fuglamyndir.
Veittar verða viðurkenningar fyrir þátttöku í ljóðasamkeppninni Ljóð unga fólksins.
Bestu ljóðin lesin upp og viðurkenningar veittar fyrir þau.
Tilkynnt hvaða bækur voru valdar bestu barnabækurnar 2007 í Hveragerði.
Agnes Hreinsdóttir og Jan Hinrik Hansen, fulltrúar Hvergerðinga í Stóru upplestrarkeppninni, lesa stutta kafla úr tveimur vinsælustu bókunum.
Dregið í happdrætti þátttakenda í vali á bestu barnabókinni 2007.
Fjöldasöngur.

Ljóðin sem fá viðurkenningu verða til sýnis í Laugaskarði frá sumardeginum fyrsta og eitthvað áfram.

Bókasafnið opið á sumardaginn fyrsta kl. 12-16.
Sýning á málverkum eftir Torfa Harðarson.