Tölvunotkun barna - Hugo Þórisson

skrifað 12. apr 2008

Foreldrafélag Grunnskólans í Hveragerði býður upp á fyrirlestur um tölvunotkun barna og unglinga, í sal skólans þriðjudaginn 15. apríl kl. 20:00. Fyrirlesari er Hugo Þórisson, sálfræðingur. Í erindi sínu fer Hugo yfir 3 mikilvæg stig í samskiptum foreldra og barna varðandi tölvunotkun: 1: Að hverju þarf að huga þegar börn byrja að nota tölvur. 2: Hvernig hægt er að setja mörk, í samráði við barnið. 3: Hvað er til ráða þegar tölvunotkunin er orðin að fíkn. Kaffi og kleinur í hléi. "Missið ekki af skemmtilegri kvöldstund með frábærum fyrirlesara"