Á slóðum Jane Austen í Bókasafninu í Hveragerði

skrifað 27. mar 2008

Fimmtudaginn 27. mars kl. 20 segir Hlíf S. Arndal frá ferð níu bókelskra leshringskvenna af Suðurlandi á slóðir ensku skáldkonunnar Jane Austen og sýnir myndir úr ferðinni. Einnig verður sagt stuttlega frá skáldkonunni og verkum hennar og sýndar bækur og fleira tengt Jane Austen og ferðinni.Dagskráin hefst kl. 20. Allir velkomnir. Boðið verður upp á te og kex. [Heimasíða bókasafns][1] [1]: http://hlifarn01.googlepages.com/