Spennandi störf í boði

skrifað 28. feb 2008

Tvö ný störf hafa verið auglýst á vegum Hveragerðisbæjar. > > Mannvirkja- og umhverfisfulltrúi, > > > > **menningar- og frístundafulltrúi. ** Um nýjar stöður innan stjórnsýslunnar er að ræða og munu þær í upphafi reyna mikið á frumkvæði og sköpunargetu viðkomandi aðila. Verkefnin beinast almennt að eflingu umhverfis, menningar og mannlífs í ört stækkandi sveitarfélagi. Hlutverk fulltrúanna er að veita faglega forystu á sínu sérsviði, hafa frumkvæði að nýsköpunar og þróunarstarfi og hvetja og efla samstarfsmenn sína til verka. Fulltrúarnir tryggja að samstarfsmenn innan sviðanna séu upplýstir um þær ákvarðanir sem hafa áhrif á verkefni þeirra, stuðla að samstarfi um lausn þverfaglegra verkefna sem snerta málefni innan sveitarfélagsins og hafa frumkvæði að samstarfi við aðila innan og utan sveitarfélagsins. Allar nánari upplýsingar veitir Capacent en lesa má nánar um störfin [á heimasíðu þeirra][1]. Umsóknarfrestur er til 9. mars 2008. [1]: http://www.capacent.is/pages/14