Öskudagur í Hveragerði

skrifað 04. feb 2008

Framundan er öskudagurinn með allri þeirri gleði sem honum fylgir. Framkvæmd öskudags á öllum stigum í skólanum er eftirfarandi; Fyrstu tvær kennslustundir, kennsla skvt. stundaskrá. Þriðja og fjórða kennslustund, frjálslegur undirbúningur dagsins, í umsjá umsjónarkennara með aðstoð annarra kennara og starfsfólks. Kennslu lýkur kl. 11:00 og þá geta börnin farið saman í hópum um bæinn og " hefðbundinn " öskudagur hefst hjá þeim. Frístundaskólinn opnar kl. 11:00 fyrir þá sem þar eiga pláss og vilja nýta sér það. Hádegisverður verður með hefðbundnum hætti. Öskudagsgleðin í íþróttahúsinu hefst kl. 14:00 en það er foreldrafélag Grunnskólans í Hveragerði sem sér um dagskrána.