Íslensk listasaga 1900-1945

skrifað 16. jan 2008

NÁMSKEIÐ UM ÍSLENSKA LISTASÖGU 1900 - 1945 FYRIRLESTRAR - Hrafnhildur Schram listfræðingur Listasafn Árnesinga, Hveragerði, 20. febrúar - 26. mars 2008 (5 skipti - 10 kennslustundir. Ef áhugi er fyrir því hjá þáttakendum að ljúka námskeiðinu fyrir dymbilvikuna verður það gert með aukatíma utan auglýstra tíma) Markmið námskeiðsins er að gefa, í máli og myndum, yfirlit yfir þróun íslenskrar málaralistar og höggmyndalistar á fyrri hluta 20 aldar. Upp úr aldamótunum 1900 sneru frumherjarnir heim, einn af öðrum, frá námi erlendis. Þeir lögðu grunninn að íslenskri nútímalist, innblásnir af sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, og hófu að túlka land sitt, upphafið og hreint, undir áhrifum natúralismans. Meðal þeirra voru Ásgrímur Jónsson, Jón Stefánsson og Jóhannes S. Kjarval. Um 1930 kom fram ný kynslóð listamanna og má þar skynja þróun til huglægari túlkunar. Listamenn á borð Jóhann Briem og Jón Engilberts kynntust expressjónismanum á námsárum sínum og hinir svokölluðu kreppumálarar, Þorvaldur Skúlason, Snorri Arinbjarnar og Gunnlaugur Scheving, túlkuðu, í kjölfar aukinnar þéttbýlismyndunar, manneskjuna í sínu nýja umhverfi, þorpinu og borginni. Kynntar verða þrjár kynslóðir íslenskra myndlistarkvenna. Þær fyrstu, sem þegar undir lok 19. aldar áttu kost á listnámi, hafa oft verið nefndar " huldukonur" vegna þess hversu ósýnilegar þær voru löndum sínum, en þær lögðu allar list sína til hliðar. Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir voru fyrstu íslensku konurnar sem gerðu listina að ævistarfi og Nína Sæmundsson varð fyrsti kvenmyndhöggvarinn. Nína Tryggvadóttir og Louisa Matthíasdóttir störfuðu báðar erlendis flest sín fullorðinsár en sóttu innblástur í íslenska náttúru. Við fetum okkur fram eftir öldinni allt til stríðsloka árið 1945 er Svavar Guðnason kom heim og hélt tímamótasýningu í Listamannaskálanum í Reykjavík. Sýningin markaði upphaf samfelldrar sögu íslenskrar abstraktlistar. Námskeiðið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á myndlist og ekki er krafist sérstakrar þekkingar á viðfangsefninu. Fyrirlestraröðin: 20. febrúar 19. ÖLDIN - ENDURLIT Sigurður málari og huldukonurnar 27. febrúar 20. ÖLDIN - FRUMHERJAR ÍSLENSKRAR LANDSLAGSLISTAR Þórarinn B. Þorláksson (1867-1924) Ásgrímur Jónsson ( 1876-1958) Jón Stefánsson ( 1881 - 1962) Jóhannes S. Kjarval (1885 - 1972) 5. mars FYRSTA KYNSLÓÐ ÍSLENSKRA MYNDLISTARKVENNA Kristín Jónsdóttir ( 1888 - 1959) Júlíana Sveinsdóttir (1889 - 1966) Nína Sæmundsson (1892 - 1965) 12. mars MYNDHÖGGVARAR Einar Jónsson ( 1874 - 1954) Ásmundur Sveinsson ( 1893 - 1982) Sigurjón Ólafsson ( 1908 - 1982) 26. mars