Söfnun á jólatrjám - tiltekt á nýju ári

skrifað 04. jan 2008

Þriðjudaginn 8. janúar mun Körfuknattleiksdeild Hamars í samstarfi við áhaldahús fara um Hveragerði og hirða upp jólatré sem sem komið hefur verið fyrir út við lóðamörk.
Einnig væri gott ef allir hjálpuðust að við að hreinsa til eftir skotgleði áramótanna. En enn má sjá pappa og leifar flugelda víða í bænum. Tökum höndum saman, hreinsum til en minnt er á að gámasvæðið er opið virka daga og á laugardögum frá kl. 14 - 18.