Jóladagatal Hvergerðinga

skrifað 13. des 2007

15. desember
Jólatrjáasala HSSH hefst að Austurmörk 9 (nýja hjálparsveitarhúsið).
Opin fram á kvöld alla daga til jóla.

Verslunarmiðstöðin Sunnumörk.
Jólamarkaður Handverks- og hugvits undir Hamri kl. 12:00-18:00.
Lifandi tónlist verður á staðnum, flautuleikarar og harmonikuleikari.
Bókasafnið opið kl. 11:00-17:00 - ýmislegt um að vera fyrir börnin.
Verslanir og veitingastaðir verða opnir lengur en vanalega.

Listasafn Árnesinga: "Jólamess í Tilraunaeldhúsinu" - Kira Kira, Kippi Kaninus & Apaflasa milli kl. 17:00 og 18:00.
Sýningin "Stefnumót við safneign" opin um helgina. Safnið lokað frá 16. desember til 16. janúar. 19. desember
Litlu jól Grunnskólans - yngsta, mið og elsta stig.

Upplestur úr nýjum bókum í Bókasafninu í Hveragerði.
Guðni Ágústsson les úr Guðni, af lífi og sál, Þórunn Erlu-Valdimarsdóttir les úr bók sinni Kalt er annars blóð og Þorsteinn Antonsson les úr bókinni Undir sagnamána, þýddum og frumsömdum sögum Steingríms Thorsteinssonar.
Lesturinn hefst kl. 20:00 og á eftir er boðið upp á kaffi og konfekt og spjall við höfunda/lesara.

20. desember
Kertadagur í Grunnskólanum.

Jólasveinar taka á móti pökkum í Völundi, húsi leikfélagsins, Austurmörk 23 kl. 20:00-22:00. Pökkunum verður dreift til barna á aðfangadag.

21. desember
Útsvar - í Ríkissjónvarpinu kl. 20:10 Fjölnir, Svava og Sigurður keppa fyrir hönd Hvergerðinga við Garðbæinga.

23. desember
---|-- Borða skötu. ---|--

24. desember
Aftansöngur í Hveragerðiskirkju kl. 18:00.

25. desember
Hátíðarguðsþjónusta í Kotstrandarkirkju kl. 14:00.

26. desember
Jólaball barnanna á Hótel Örk kl. 14:00
Lionsklúbbur Hveragerðis ásamt fyrirtækjum í bænum bjóða börnum á jólaball - enginn aðgangseyrir og veitingar í boði fyrir alla.
Allir velkomnir.

27. desember
Val á íþróttamönnum ársins í Listasafni Árnesinga kl. 18:00
Allir velkomnir.

28. desember
Flugeldasala Hjálparsveitar skáta hefst að Austurmörk 9
Opin alla daga til 6. janúar milli kl. 10:00-22:00 nema gamlársdag frá 10:00-16:00.

Hið árlega Daddamót blakdeildar Hamars í íþróttahúsinu kl. 16:00-18:00

Hamar - ÍR Iceland Express deildin í Körfu karla, heimaleikur, kl. 19:15

Sölvakvöld hefst stundvíslega kl. 22:30.
Ball á Hótel Örk þar sem fram kemur stór hópur skemmtikrafta frá Hveragerði.

31. desember
Aftansöngur í Hveragerðiskirkju kl. 18:00.

Áramótabrenna í Þverbrekkum kl. 20:30
Flugeldasýning að vanda.

4. janúar
Kennsla hefst að nýju í Grunnskólanum

7. janúar
Félagstarf eldri borgara hefst að nýju eftir jólafrí.

Prjónakaffi í Bókasafninu kl. 20:00-22:00.

9. janúar
Hamar - Haukar Iceland Express deild kvenna heimaleikur kl. 19:15