Ljósin á jólatrénu kveikt

skrifað 28. nóv 2007

Ljós verða tendruð á jólatré bæjarins á miðbæjartorginu, Breiðumörk, sunnudaginn 2. desember og hefst dagskráin kl. 17:00. Forseti bæjarstjórnar flytur ávarp og heyrst hefur að jólasveinar séu á leið til byggða ofan úr Reykjafjalli. Dagskráin er í umsjón Leikfélags Hveragerðis.