Íbúaskrá Hveragerðisbæjar

skrifað 25. nóv 2007

Þeir sem flutt hafa til Hveragerðisbæjar eða hafa flutt sig um set innan bæjarmarka en ekki tilkynnt um aðsetursskipti, eru vinsamlega beðnir að gera það sem allra fyrst eða í síðasta lagi 30. nóvember 2007. Eyðublöð fyrir aðseturstilkynningar fást í afgreiðslu bæjarskrifstofu að Sunnumörk 2. Húsráðendur eru minntir á tilkynningarskyldu sína vegna þeirra er í húsum þeirra dvelja. Atvinnurekendur eru hvattir til að brýna fyrir þeim sem ráðnir eru til starfa að þeir tilkynni þegar í stað um aðsetursskipti. Í 1. grein laga um lögheimili segir m.a. að lögheimili manna er sá staður þar sem viðkomandi hefur fasta búsetu. Föst búseta er síðan útskýrð sem staður þar sem maður hefur bækistöð sína, dvelst að jafnaði í tómstundum sínum, hefur heimilismuni sína og svefnstaður hans er. Í þessu felst að lögheimili manna skal skráð þar sem þeir búa á hverjum tíma. Sjá nánar: Lög um lögheimili nr. 21 frá 5.maí 1990. ---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|-- **Registration of residence - Hveragerði Notification of change of address in Iceland ** Those who have moved to, or within Hveragerði and have not handed in a notification of change of address in Iceland are asked to do so as soon as possible or before the 30th of November 2007. Individuals who stay or are planning to stay in Iceland for six months or longer must have a legal domicile in this country. An individual's legal domicile is the place where s/he has a fixed abode. Married couples are to have the same domicile. If they live in two different places, the domicile shall be where the children live[1]. Registration form is available at the Town Hall, Sunnumörk 2, Hveragerdi or online at [http://thjodskra.is/media/eydublod/flutn_ensk.pdf.][1] Please note, you must print out the online form and sign before you hand it in at the Town Hall. More information can be found at (in several languages) Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar [1]: http://thjodskra.is/media/eydublod/flutn_ensk.pdf.%20