Forvarnardagur í grunnskólanum

skrifað 20. nóv 2007

Dagskrá vegna forvarnardagsins verður í skólum landsins á morgun 21. nóvember og stendur víða mikið til. Dagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands og miðast að nemendum 9. bekkjar. Vegna árshátíðar nemenda elsta stigs verður dagurinn haldinn hátíðlegur hér í Hveragerði n.k. föstudag og hefst dagskrá kl. 9:40. Gestur verður Örn Guðnason, stjórnarmaður í UMFÍ. Foreldrar, forráðamenn semog aðrir áhugasamir íbúar eru hvattir til að mæta og láta sig málið varða. Nánari upplýsingar má sjá á [heimasíðu forvarnardagsins.][1] [1]: http://www.forvarnir.is/