Útboð á byggingarrétti íbúðarhúsalóða í Hveragerði.

skrifað 08. nóv 2007

Hveragerðisbær óskar hér með eftir tilboðum í byggingarrétt á eftirfarandi lóðum:

Dalsbrún 2-6
Dalsbrún 8-12
Dalsbrún 14-20
Dalsbrún 21-23
Dalsbrún 29-31

Lóðirnar eru byggingarhæfar.
Um sölu á byggingarrétti í Hveragerði gilda ákvæði samþykktar fyrir gatnagerðargjad, sölu byggingarréttar o.fl. sem samþykkt var í bæjarstjórn 26. apríl sl. Gatnagerðargjöld, stofngjöld veitna og þjónustugjöld tæknideildar eru ekki hluti af andvirði byggingarréttar og skulu því ekki vera innifalin í tilboðsupphæð bjóðenda. Bæjarráð áskilur sér rétt til að hafna tilboðum þar sem gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld, stofngjöld veitna og þjónustugjöld tæknideildar eru innifalin í tilboðsupphæð.
Bjóðendum er heimilt að gera tilboð í byggingarrétt á fleiri lóðum en einni. Þó verður að öllu jöfnu miðað við að sami aðili fái ekki fleiri en einn byggingarrétt í sinn hlut. Bæjarstjórn áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboðum sem er eða hafna öllum.
Tilboðum skal skilað í lokuðu umslagi á skrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, ekki síðar en mánudaginn 3. desember nk. kl. 11:00 og þá verða þau opnuð að viðstöddum þeim tilboðsgjöfum sem þess óska.
Útboðsgögn og nánari upplýsingar má nálgast hjá skipulags- og byggingafulltrúa að Sunnumörk 2, Hveragerði eða hér fyrir neðan.


Dalsbrún [deiliskipulag][1] - [byggingarskilmálar -][2] [yfirlitsmynd][3]
[Lóðalisti - upplýsingar um verð][4]
[Tilboð í byggingarrétt (eyðublað)][5]
[1]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/_t%C3%A6knideild/Dalsbr%C3%BAn%20Hjallabr%C3%BAn%20H%C3%B3lmabr%C3%BAn%20Deiliskipulag.pdf [2]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/_t%C3%A6knideild/Byggingarskilm%C3%A1lar%20Dalsbr%C3%BAn%20og%20H%C3%B3lmabr%C3%BAn.pdf [3]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/_t%C3%A6knideild/Dalsbr%C3%BAn%20Yfirlitsmynd.pdf [4]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/_t%C3%A6knideild/Smyrlahei%C3%B0i%20Dalsbr%C3%BAn%20uppl%C3%BDsingar%20um%20gatnager%C3%B0argjald%20og%20byggingarr%C3%A9tt2.pdf [5]: http://hveragerdi.is/content/files/public/_PDF/_t%C3%A6knideild/Smyrlahei%C3%B0i%20Dalsbr%C3%BAn%20Form%20tilbo%C3%B0s%202007.pdf