Akstur barna á vélknúnum ökutækjum

skrifað 03. júl 2007

Félagsmálanefnd Hveragerðisbæjar fjallaði á fundi sínum þann 28. júní s.l. um alvarleika aksturs barna á vélknúnum ökutækjum innan bæjarmarka. Nefndin samþykkti á fundi sínum eftirfarandi aðgerðir: - Félagsmálastjóra falið að rita dreifibréf til foreldra barna á aldrinum 12-17 ára þar sem áréttuð er við foreldra ábyrgð þeirra. - Félagsmálastjóra falið að vinna í samvinnu við lögreglu að taka á málum barna og foreldrum þeirra sem vitað er að orðið hafa uppvís að ólöglegum akstri sbr. barnaverndarlög nr. 80/2002.