Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi í Hveragerði.

skrifað 25. apr 2007

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar auglýsir hér með tillögu að breytingu á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017 ,,Svæðið austan Varmár". Samkvæmt 18. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breytingum, er hér með lýst eftir athugasemdum við breytingartillögu að aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017. Svæðið sem breytingartillagan nær til afmarkast af Varmá og spildu úr landi Reykja til vesturs, Ölfusborgum og opnu svæði undir Reykjafjalli til norðurs, landi Gljúfurárholts til austurs og Hringvegi (Suðurlandsvegi) til suðurs. Breytingartillagan ásamt greinargerð og öðrum fylgigögnum mun liggja frammi til sýnis á bæjarskrifstofu Hveragerðisbæjar, Sunnumörk 2, frá og með 26. apríl 2007 til og með 25. maí 2007. Ennfremur verður tillagan til sýnis á Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík Þeim, sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og skal þeim skilað til Hveragerðisbæjar eigi síðar en 8. júní 2007 og skulu þær vera skriflegar. Þeir sem ekki gera athugasemdir við tillöguna innan ofangreinds frests, teljast samþykkir henni. Guðmundur F. Baldursson Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar