Sumardagurinn fyrsti - gestkvæmt í bænum

skrifað 29. mar 2007

Á sumardaginn fyrsta verður venju samkvæmt opið hús á Landbúnaðarháskólanum að Reykjum. Von er á fjölda gesta til bæjarins þann dag enda markar heimsókn í skólann á þessum degi, upphaf vorkomu hjá mörgum. Umsjónarmenn íbúða og fyrirtækjalóða eru af þessu tilefni hvattir til að hreinsa rusl og taka til fyrir þennan hátíðisdag. Enn og aftur er einnig full þörf á að minna á að bílflök eru lítið augnayndi og eigendur slíkra "verðmæta" eru hvattir til að koma þeim til gámastöðvar hið allra fyrsta. Bæjarstjóri