Sumarstörf

skrifað 28. mar 2007

Hveragerðisbær auglýsir eftirfarandi sumarstörf laus til umsóknar: 1. Flokkstjórar í vinnuskóla, æskilegur aldur 20 ára og eldri. 2. Afleysingar í sundlaugina Laugaskarði, æskilegur aldur 20 ára og eldri. Allar nánari upplýsingar gefur íþrótta- og æskulýðsfulltrúi í síma 483-4000. Umsóknareyðublöð er hægt að nálgast á bæjarskrifstofunni, Sunnumörk 2. Umsóknum skal skila eigi síðar en miðvikudaginn 11. apríl n.k.