Hefur þú áhuga á alþjóðlegu samstarfi ?

skrifað 28. mar 2007

Ef þú ert á aldrinum 18-30 ára og hefur áhuga á að taka þátt í skapandi og skemmtilegu verkefni í sumar, lestu þá þetta .... Bæjarstjórn hefur ákveðið að koma á fót samvinnuverkefni milli ungmenna hér í bæ og í Evrópu þar sem unnið yrði með listsköpun af ýmsu tagi. • Ætlunin er að í tengslum við Blómstrandi daga muni fjölþjóðlegur hópur auk ungmenna frá Hveragerðisbæ vinna saman að fjölbreyttum verkefnum og setja í kjölfarið, með einum eða öðrum hætti, svip á bæjarhátíðina Blómstrandi daga. "Götulistamenn, tónlistarmenn, myndlistarmenn, áhugamenn um alls kyns sprell, leikarar, skemmtikraftar, fimleikasnillingar" Allt kemur til greina....... • Samtökin Veraldarvinir myndu halda utan um verkefnið og sækja um styrki vegna þess til Evrópusambandsins en verkefnið fellur vel að áætluninni "Youth in action". • Fáist styrkur frá Evrópusambandinu mun hann dekka 70% af ferðakostnaði þátttakenda. Á það jafnt við um hina erlendu gesti semog þátttakendur héðan sem væntanlega myndu síðan heimsækja Evrópu undir sömu formerkjum sumarið 2008. Til að undirbúa Listasmiðjuna þurfum við áhugasaman hóp 5 ungmenna sem vinna myndi í nánu samstarfi við Veraldarvini og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa að skipulagningu verkefnisins. Þeir sem áhuga hafa á spennandi verkefni ekki hika við að hafa samband við Helgu Kristjánsdóttur, skrifstofustjóra í síma 483-4000 eða á netfangi