Blómstrandi dagar

skrifað 20. jún 2013
panorama-lqpanorama-lq

Bæjarhátíðin Blómstrandi dagar verður helgina 15. – 18. ágúst. Áhersla er lögð á uppákomur frá fimmtudegi til sunnudags þótt hápunktur hátíðarinnar sé á laugardeginum. Áhugaverðar listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir verða í bænum þessa daga ásamt heilsutengdum atriðum fyrir alla aldurshópa. Fyrirtæki og félög eru hvött til að skipuleggja viðburði þessa daga. Einnig mega bæjarbúar senda ábendingar um viðburði eða annað sem gaman væri að bjóða upp á. Blómstrandi dagar er fjölskyldu, menningar og heilsuhátíð án áfengis og eru foreldrar hvattir til þess að virða útivistartíma barna og unglinga. Menningar- íþrótta- og frístundasvið bæjarins hefur umsjón með hátíðinni og er Jóhanna M. Hjartardóttir menningar- og frístundafulltrúi, jmh@hveragerdi.is viðburðastjóri hátíðarinnar. Bæjarbúar leggja hátíðinni lið með því að skreyta sitt hverfi og sinn garð í hverfislitunum. Sjá nánar á www.blomstrandidagar.is