Unglingarnir standa sig afburða vel

skrifað 20. jún 2012
Starfsmenn Vinnuskólans sumarið 2012.Starfsmenn Vinnuskólans sumarið 2012.

Þessi flotti hópur unglinga í Vinnuskólanum ásamt flokksstjórum og umsjónarmanni garðyrkju- og umhverfis vinnur núna hörðum höndum að því að bærinn okkar skarti sínu fegursta um helgina. Hér er á ferðinni frábær flokkur dugnaðarforka sem dagana fram að sýningu munu leggja mikið á sig til að allt verði tilbúið í tæka tíð. Við erum svo heppin með ungmennin okkar hér í Hveragerði sem strax frá unga aldri eru vön því að taka til hendinni en 7. bekkur gerir til dæmis árlega samning um ruslahreinsun við bæjaryfirvöld og sjá því til þess allt árið um kring að bærinn okkar sé eins hreinn og fínn og raun ber vitni.

Einnig má hér sjá hluta af flokkstjórum sumarins þá Braga, Hallgrím, Ragnar, Ágúst og Baldur ásamt Guðrúnu Rósu, umsjónarmanni garðyrkju og umhverfis.

Aldís Hafsteinsdóttir Bæjarstjóri

Flokkstjórar og umsjónarmaður garðyrkju 2012.