Gleðilegt sumar

skrifað 20. apr 2016
Sundlaugin Laugaskarði opin á sumardaginn fyrsta frá kl. 10 - 17:15Sundlaugin Laugaskarði opin á sumardaginn fyrsta frá kl. 10 - 17:15

Hvergerðingar eins og aðrir landsmenn taka sumrinu fagnandi og bjóða gesti velkomna til bæjarins til að njóta hér dagskrár sem Landbúnaðarháskólinn á Reykjum á stærstan þátt í. Sjá dagskrá á Reykjum hér neðst.

Dagskrá í Hveragerði:

Fögnum hækkandi sól í Hveragerði

Söguganga - Ljóð í laug – Lóur á svölum - listsýning

Sundlaugin Laugaskarði

opin frá kl. 10 – 17:15

Komið, syndið 200 m og njótið. Morgunverður í boði fyrir sundgarpa.

Ljóð í laug – ljóð til lestrar og yndisauka fyrir laugargesti

Söguferð með Nirði Sigurðssyni

  • Kl. 11 – Söguganga um bæinn með Nirði Sigurðssyni. Lagt af stað frá gamla hótelinu (Þinghúsinu). Gangan endar upp í sundlaug.

Sönghópurinn Lóurnar

  • Kl. 12 - Sönghópurinn Lóurnar koma á svalirnar og kveða burt snjóinn á hádegistónleikum á Sumardaginn fyrsta. Á milli laga les Hjörtur Benediktsson ljóð

Hjörtur Benediktsson les upp ljóð

  • Kl. 13-17 – Þrautabraut og fjör í lauginni fyrir alla fjölskylduna.

Skátamessa kl. 11 og opið í Hveragarðinn frá kl. 9 - 13.

Hveragerðiskirkja

  • Skátaguðsþjónusta kl. 11

Hveragarðurinn

  • opinn frá kl. 9 – 13

Jarðskjálftasýning í Sunnumörk

  • jarðskjálftahermirinn opinn frá kl. 9 - 13

Listasafn Árnesinga opið á sumardaginn fyrsta frá kl. 12 - 18.

Listasafn Árnesinga

  • opið fi.-su. Kl. 12-18

KvíKví og Keramík Margmiðlunarsýning frá Seljavallalaug og fjölbreytt verk 47 leirlistamanna

IKEBANA hátíð kl. 14– 16 laugard. 23. apríl

Enginn aðgangseyrir — allir velkomnir