2. bekkur í heimsókn

skrifað 13. jún 2014
Árgangur 2006 í heimsókn hjá bæjarstjóra. Árgangur 2006 í heimsókn hjá bæjarstjóra.

Nemendur 2. bekkjar Grunnskólans í Hveragerði, árgangur 2006, heimsóttu bæjarskrifstofuna þann 20. maí og hittu þar Aldísi Hafsteinsdóttir bæjarstjóra. Hún spurði nemendurna um það hverju þeir myndu vilja breyta eða hvað þau gætu hugsað sér í Hveragerði.

Meðal þess sem kom fram hjá nemendunum var eftirfarandi:

  • Að það yrði bannað að reykja í Hveragerði.
  • Að bærinn okkar eigi að vera eins og hann er.
  • Að það verði búinn til óskabrunnur þar sem maður getur kastað pening í vatn og óskað sér.
  • Betra leikhús.
  • Gera sirkús/ tívolí.
  • Byggja Eden aftur eins og það var- með apanum honum Bóbó.
  • Að það verði gerð skautahöll úti.
  • Byggja bíóhús í Hveragerði, keilusal, símabúð, tölvubúð, fótboltabúð, leikfangabúð.. og margt fleira.

Annars var lýst yfir ánægju með bæjarstjórann og einnig wipe-out brautina í sundlauginni!!

Þetta kom fram í bréfi sem nemendurnir sendu bæjarstjóra sem þakkar þeim kærlega fyrir komuna og fjölmargar góðar hugmyndir.

Árgangur 2006 í heimsókn hjá bæjarstjóra. Árgangur 2006 í heimsókn hjá bæjarstjóra.