Viðhaldsvinna í íþróttamannvirkjum

skrifað 19. júl 2018
Búið er að mála loft og veggi og verið er að undirbúa gólfið undir lökkun.

Viðhaldsframkvæmdir ganga vel á efri hæð sundlaugarhússins og er búið að reisa milliveggi og er verið að leggja rafmagn, vatns- og fráveitulagnir. Íþróttahúsið hefur líka fengið hressilega andlitsupplyftingu og er salurinn nýmálaður í Hamars litunum.

Á útisvæði sundlaugar hafa starfsmenn verið að mála í blíðunni og má segja að veðrið hafi leikið við okkur þessa fyrstu viku í lokun.

Í íþróttahúsinu í Skólamörk er búið að heilmála salinn og setja filmur í gluggana. Nú er verið að vinna í íþróttahúsgólfinu en það verður nýlakkað og glæsilegt þegar húsið opnar 7. ágúst

Séð eftir gangi við fyrirhuguð salerni.Starfsfólkið er búið að mála á útisvæði í veðurblíðunni síðustu daga.Daði málari málaði pottana.Óli smiður vinnur af krafti við að reisa veggi.