Fannar Ingi í 26. sæti á Callaway Junior

skrifað 19. júl 2013
Fannar Ingi í 26. sæti á Callaway Junior

Fannar Ingi Steingrímsson úr Golfklúbbi Hveragerðis endaði í 26. sæti af 170 keppendum í flokki 14 ára stráka á Callaway Junior World Golf Championships sem lauk í gær.

Fannar Ingi lék hringina þrjá í mótinu á samtals fjórum höggum undir pari en leiknar voru 54 holur í mótinu og fékk Fannar Ingi alls sex fugla og 39 pör.

Alls léku um 170 kylfingar í hans flokki, 13-14 ára, var það Kristoffer Arevalo sem sigraði í mótinu á samtals níu höggum undir pari. Völlurinn í mótinu var tæplega 5900 metra langur og því alvöru prófraun fyrir ungu kylfingana.

frétt frá ruv.is