Breytingar á deiliskipulagi og nýtt deiliskipulag í Hveragerðisbæ.

skrifað 19. maí 2016

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 11.02.2016 breytingu á deiliskipulagi Kambalands.
Í breytingunni felast breytingar götum og lóðum á nyrsta hluta svæðisins, þar sem nú eru lóðir við Hrauntungu.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 14.04.2016 óverulega breytingu á deiliskipulagi Hraunbæjarlands. Í breytingunni felst stækkun á sjö lóðum syðst á deiliskipulagssvæðinu.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 12.05.2016 nýtt deiliskipulag fyrir svæði sem afmarkast af Bröttuhlíð, Laufskógum, Klettahlíð og Þverhlíð.

Deiliskipulagið felur í heimildir til þéttingar núverandi íbúðarbyggðar og nýja íbúðarbyggð á svæði þar sem áður var garðyrkjustöðin Lindarbrekka.

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar.