Miðbærinn í Hveragerði

skrifað 19. maí 2015
byrjar 19. maí 2015
 
Grímsstaðareitur - uppdrátturGrímsstaðareitur - uppdráttur

Tillaga að nýju deiliskipulagi í miðbæ Hveragerðis. Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. maí sl. að auglýsa tillögu að nýju deiliskipulagi Grímsstaðareits, sem er í miðbæ Hveragerðis, skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagssvæðið markast til vesturs af Breiðumörk, til norðurs af Þórsmörk, til austurs af Reykjamörk og til suðurs af Þelamörk.

Deiliskipulagstillagan felur í sér blandaða byggð 1-2ja hæða einbýlishúsa og parhúsa en verslunarhús við Breiðumörk með íbúðum á 2. hæð. Tillagan liggur frammi á bæjarskrifstofunni Sunnumörk 2, frá 27 maí til 9. júlí 2015. Tillagan er einnig til sýnis og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166 í Reykjavík og á heimasíðu Hveragerðisbæjar, http://www.hveragerdi.is Athugasemdir eða ábendingar skulu vera skriflegar og berast skipulagsfulltrúa í síðasta lagi 10. júlí 2015 annaðhvort á bæjarskrifstofu Hveragerðis Sunnumörk 2 eða á netfangið: gfb@hveragerdi.is

Skipulagsfulltrúi Hveragerðisbæjar