Breyting á aðalskipulagi Hveragerðis „Athafnasvæði”

skrifað 19. maí 2015
Athafnasvaedi-02_Deilisk-A1-04Athafnasvaedi-02_Deilisk-A1-04

Breyting á aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017, reitur A9 „Athafnasvæði” og nýtt deiliskipulag fyrir sama reit og að hluta til fyrir reit I1.

Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar samþykkti þann 13. maí 2015 tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Hveragerðisbæjar 2005-2017 og nýtt deiliskipulag. Aðalskipulagsbreytingin nær til reits „A9” í aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. Nýja deiliskipulagið nær einnig til reits „A9”og að hluta til, til reits „I1” í aðalskipulagi Hveragerðis 2005-2017. Tillögurnar voru auglýstar frá 17. mars til 28. apríl 2015. Frestur til að gera athugasemdir við tillögurnar var til 29. apríl 2015. Athugasemdir bárust frá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands, Sveitarfélaginu Ölfusi og Umhverfisstofnun og tók bæjarstjórn fullt tillit til þeirra. Auglýstar tillögur verða sendar Skipulagsstofnun til staðfestingar og/eða afgreiðslu, með þeim breytingum sem athugasemdirnar kölluðu á. Þeir sem óska nánari upplýsinga geta snúið sér til skipulagsfulltrúa Hveragerðisbæjar.

Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar

Hvg-tillaga12-undirr_08-Athafnasvaedi-A9-07